Atvinnumál
Vantar þig vinnu?
Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf. Ungt fólk á atvinnuleysisskrá getur einnig sótt vinnuúrræðanámsskeiðin Vítamín og Háskólavítamín.
Vantar þig vinnu?
Í Hinu Húsinu eru starfandi atvinnuráðgjafar og þú getur pantað tíma í ókeypis ráðgjöf. Ungt fólk á atvinnuleysisskrá getur einnig sótt vinnuúrræðanámsskeiðin Vítamín og Háskólavítamín.
Atvinnuráðgjafar Hins Hússins leitast við að hjálpa ungu fólki (16-25 ára) í atvinnuleit.
Hægt er að leita til þeirra varðandi ráðgjöf við atvinnuleit og allt sem henni tengist.
Atvinnuráðgjafarnir bjóða upp á ýmis ráð í atvinnuleitinni:
Auk þess eru atvinnuráðgjafarnir alltaf tilbúnir til að svara fyrirspurnum. Þú getur hringt í síma 411-5500, sent póst á atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is eða pantað ráðgjöf hér að neðan.
Atvinnumáladeild Hins hússins hefur um árabil boðið ungu fólki á námskeið í samvinnu við Vinnumálastofnun og hafa um hundruði ungmenna komið á námskeið til okkar. Þrenns konar námskeið eru í boði; Vítamín, Háskólavítamín og Tækifæri. Vítamín og háskólavítamín námskeiðin koma í tveimur útgáfum, með eða án starfsþjálfun. Í starfsþjálfun gefst þátttakendum tækifæri til öðlast starfsreynslu sem tengist eigin áhugasviði. Námskeiðin fara fram í Hinu Húsinu á Rafstöðvarvegi 7, en nú er einnig möguleiki að halda námskeiðin rafrænt.
Námskeiðin eru fyrir 18-25 ára ungmenni í atvinnuleit á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun.
Á námskeiðinu er m.a. farið í :
Námskeiðið samanstendur af fjögurra vikna
námskeiði í Hinu Húsinu. Markmið námskeiðsins er að styrkja
og virkja þátttakendur og aðstoða þá við að finna út hvað þeir vilja gera í nánustu framtíð og hvernig þeir geta framkvæmt það.
Að loknu undirbúningsnámskeiði fá þátttakendur tækifæri til að fara í starfsþjálfun á vinnustað í fjórar vikur og öðlast þannig starfsreynslu og þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Starfsstaður er valinn í samráði við þátttakandann, þar sem áhugasvið, menntun og reynsla er höfð til hliðsjónar.
Þannig gefst þátttakendum möguleiki á að fá meðmæli sem getur nýst vel við atvinnuleitina, tengslanet þeirra víkkar og í mörgum tilfellum hefur starfsþjálfunin leitt til áframhaldandi ráðningar á vinnustaðnum.
Námskeiðið er annað hvort 4 (án starfsþjálfun) eða 8 (með starfsþjálfun) vikur. Fyrstu 4 vikurnar fara fram í Hinu Húsinu kl. 10 –13 mánudaga til fimmtudaga. Þátttakendur fá létta morgunhressingu meðan á námskeiðinu stendur. Á seinni 4 vikunum fara þátttakendur í starfsþjálfun á vinnustað ef það á við.
Háskólavítamín er námskeið fyrir 22-29 ára, háskólamenntað fólk í atvinnuleit á atvinnuleysiskrá hjá Vinnumálastofnun.
Á námskeiðinu er m.a. farið í :
Háskólavítamín stendur yfir í 3 vikur og er haldið í Hinu Húsinu. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kenna fjölbreyttar aðferðir til styrkja þátttakendur í atvinnuleitinni.
Undirbúningsnámskeiðið er mikilvægur þáttur í að geta tengt þátttakendur við atvinnulífið en að loknu undirbúningsnámskeiði fara þátttakendur í starfsþjálfun hjá fyrirtæki eða stofnun.
Starfsstaður er fundinn í samráði við hvern og einn þátttakanda þar sem menntun, reynsla og áhugasvið hvers og eins er haft að leiðarljósi.
Þannig fá þátttakendur reynslu af vinnumarkaði tengdri menntun sinni, tengslanet þeirra víkkar, þeir eiga möguleika á að fá meðmæli sem getur nýst vel við atvinnuleitina og oft hefur starfsþjálfunin leitt til áframhaldandi ráðningar á vinnustaðnum.
Námskeiðið er annað hvort 3 (án starfsþjálfun) eða 7 (með starfsþjálfun) vikur. Fyrstu 3 vikurnar fara fram í Hinu Húsinu kl. 10 –13 mánudaga til fimmtudaga. Þátttakendur fá létta morgunhressingu meðan á námskeiðinu stendur. Á seinni 4 vikunum fara þátttakendur í starfsþjálfun á vinnustað ef það á við.
Námskeiðið er í samstarfi við VIRK og er ætlað ungu fólki á aldrinum 22-29 ára sem hefur einhverja menntun að baki eftir grunnskóla og/eða reynslu af vinnumarkaði.
Markmiðið með námskeiðinu er að styðja ungt fólk til virkni (atvinna eða nám). Á námskeiðinu er m.a. farið í:
Námskeiðið er 4 vikur að lengd og fer fram mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9:30-12:30. Þátttakendur fá létta morgunhressingu meðan á námskeiðinu stendur.
Elísabet Pétursdóttir s: 411-5517
Auður Kamma Einarsdóttir s: 411-5518
Breki Bjarnason s: 411-5519
atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is