Frístundastarf eftir skóla
Hitt Húsið býður upp á skólatengt frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna.
Hitt Húsið býður upp á skólatengt frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna.
Hitt Húsið býður upp á skólatengt frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungmenna í frístundum. Í starfinu er nærumhverfið notað að þjálfa ungmennin í sjálfstæði, félagsfærni og samskiptafærni. Starfsemin byggir á einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga ungmennanna.
Áhersla er lögð á að skapa vettvang þar sem ungt fólk hittist og fær tækifæri til þátttöku í öflugu frístundastarfi á jafningjagrundvelli og upplifi öryggi og vellíðan. Leitast er eftir að stuðla að virkni og þátttöku einstaklinga í sínum eigin frítíma og styðja við jákvæða sjálfsmynd. Ungmennin fá að kynnast hinum ýmsu tómstundum sem hægt er að stunda eftir að skóla lýkur.
Starfið fer fram alla virka daga frá klukkan 13 – 17.
Starfið er fyrir ungmenni sem falla undir ummönnunarflokki 1-3 skv. skilgreiningu Tryggingastofnunar.
Yfir sumartímann eru sumarstörf í boði fyrir 16 – 20 ára í fjórar vikur á fjölbreyttum vinnustöðum. Markmiðið er að ungmennin fái að kynnast ýmsum störfum á hinum almenna vinnumarkaði og að hinn almenni vinnumarkaður fái að kynnast þeim. Við höldum einnig úti frístundastarfi í sex vikur yfir sumarið frá kl 8 – 16 alla virka daga.
Ungmenni geta því fengið úrræði í 10 vikur á 13 vikna tímbabili.
Tipp Topp er opið félagsstarf fyrir fólk á aldrinum 16 – 30 ára á fimmtudögum frá kl. 17:00 – 22:00. Starfið fer fram í nýju húsnæði okkar á rafstöðvarvegi 7 – 9. Húsið er vel útbúið, rampar og lyftur auðvelda aðgengi hjólastóla og salernis aðstaðan hefur nýlega verið tekin í gegn. Félagsstarfið er skipulagt af stjórn Tipp Topp sem er kosin af þátttakendum í starfinu. Fastir liðir eru t.d. Bingókvöld, söngvakeppni, Hrekkjavaka, jóga, DJ-kvöld, tölvuleikjamót og kvikmyndakvöld, svo eitthvað sé nefnt.
Einnig er hægt að fylgjast með dagskrá Tipp Topp á Facebook.
Hægt er að ná í starfsfólk Tipp Topp í Hinu Húsinu í síma 411-5508 eftir kl. 17:00 á fimmtudagskvöldum