Upplýsingamiðstöðin – frá hugmynd að veruleika

Upplýsingamiðstöðin

Upplýsingamiðstöðin sér um útleigu á rýmum Hins Hússins. Í Upplýsingamiðstöðinni getur hver sem er á aldrinum 16-25 komið og verið. Við erum til staðar til að aðstoða ykkur við að koma ykkar hugmynd í framkvæmd með margvíslegum ráðum.


Í Upplýsingamiðstöðinni er hægt að:

  • Drekka te og kaffi
  • Spila tölvuleiki (playstation)
  • Teikna myndir
  • Búa til nælur
  • Binda bækur
  • Prenta og skanna
  • Spila á hljóðfæri
  • Leigja rými til afnota
  • Fengið afnot af skrifstofu eða fundarherbergi

Áttavitinn.is
Upplýsingamiðstöð Hins Hússins heldur utan um vefsíðuna Attavitinn.is. Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins.

Ráðgjöf Áttavitans
Áttavitinn er í samstarfi við Tótal-ráðgjöf, en það er öflugt teymi fagaðila sem svarar nafnlausum spurningum á netinu endurgjaldslaust.  Fullum trúnaði er heitið.