Um Götuleikhúsið

Götuleikhúsið er orðið vel þekkt á meðal almennings enda hefur leikhúsið verið starfrækt yfir sumartímann frá árinu 1994. Síðan þá hefur leikhúsið fóstrað stóran hóp ungs fólks sem mörg hver starfa í dag sem þekktir listamenn á ýmsum sviðum.

Á hverju sumri býðst ungmennum á aldrinum 17 til 25 ára að sækja um að starfa með Götuleikhúsinu. Árlega er leikstjóri fenginn til liðs við Götuleikhúsið ásamt búningahönnuði sem hannar búninga og leikmyndir í samvinnu við hópinn. Meðlimir Götuleikhússins fá því þjálfun í öllu því helsta sem tengist starfi götuleikhúss þar sem að leikararnir koma að öllum undirbúningi sem viðkemur sýningunum.

Sótt er um á vef Reykjavíkurborgar og allir umsækjendur eru kallaðir í leikprufur.   Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Athugið að umsækjendur sem sækja um starf við Götuleikhúsið þurfa að hafa lögheimili í Reykjavík.

Yfir vetrartímann vinna fyrrum Götuleikhúsmeðlimir oft sjálfstætt og taka að sér verkefni fyrir ýmsa aðila.

Nánari upplýsingar varðandi Götuleikhús Hins Hússins má fá hjá Menningardeild Hins Hússins í síma 411 5526