Jafningjafræðslan og hópastarf
Almenn ráðgjöf – Jafningjafræðslan – Hópastarf
Almenn ráðgjöf – Jafningjafræðslan – Hópastarf
Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki á aldrinum 16-20 ára sem fer og ræðir við annað ungt fólk um sjálfsmyndina og lífið almennt. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.
Jafningjafræðarar eru ráðnir til starfa á vorin og fá þeir í upphafi mikla fræðslu frá fagaðilum um þau málefni sem endurspegla ungmennamenningu hvers tíma. Ásamt því eru fræðarar þjálfaðir í raddbeitingu, framkomu og hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. Á undirbúningsnámskeiði Jafningjafræðslu Hins Hússins er meðal annars lögð mikil áhersla á almenna lýðheilsu, styrkingu sjálfsmyndar, fræðslu um neyslu áfengis-, tóbaks- og vímuefna, samskipti kynjanna, kynlíf, kynheilbrigði, líkamsvitund og virðingu, klám, réttindi ungs fólks, fíkn, geðheilsu og einelti og fleira.
Jafningjafræðslan starfar allt árið um kring og heimsækir hún félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum. Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.
Jafningjafræðslan á Facebook: https://www.facebook.com/jafningjafraedslan/
Hitt Húsið heldur úti hópastarfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið er hugsað fyrir öll ungmenni sem vilja kynnast öðrum ungmennum og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.
Markmið starfsins er að reyna að hjálpa einstaklingum að komast út úr þeim vítahring sem félagsleg einangrun getur haft í för með sér. Við gerum það með fjölbreyttri þjálfun í félagslegum samskiptum, með því að skemmta okkur saman og byggja upp innri vináttutengsl við hvert annað. Hópastarfið er því fyrst og fremst á léttum og jákvæðum nótum en slíkt starf hefur gefið jákvæða reynslu bæði hér heima og víðar.
Hópurinn hittist vikulega í Hinu Húsinu og starfsemin fer bæði fram innan- og utanhúss. Dagskráin er skipulögð af starfsmönnum okkar í samstarfi við ungmennin í hópnum. Hópstjórar hafa bæði mikla reynslu og þekkingu á því að starfa með ungu fólki.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við okkur í síma: 411-5500
Hægt er að sækja um þáttöku í hópastarfinu hér: Umsókn fyrir vinfús
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: 09 – 17
Þriðjudaga og fimtudaga: 09-20
Helgar: Lokað
Reykjavíkurborg er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar þínar til að leggja mat á umsókn. Í samræmi við lagaskyldu varðveitir borgin þessar upplýsingar ótímabundið.
Persónuupplýsingar þínar eru geymdar ótímabundið á grundvelli lagaskyldu er hvílir á Reykjavíkurborg. Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með til varðveislu.
Reykjavíkurborg gætir öryggis persónaupplýsinga með viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum, þ.á m. aðgangsstýringum og dulkóðun. Allt það starfsfólk sem kemur að vinnslu persónuupplýsinga umsækjanda er bundið þagnarskyldu.
Reykjavíkurborg nýtir sér aðstoð þriðja aðila við að hýsa þær persónuupplýsingar sem unnið er með í tengslum við umsóknir. Það sama kann að eiga við um annars konar upplýsingatækniþjónustu. Slíkir aðilar kunna því að hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum, en öll aðkoma þeirra að upplýsingunum byggir á skriflegum samningi við Reykjavíkurborg þar sem öryggi upplýsinganna og trúnaður er tryggður.
Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með í tengslum við umsóknir til varðveislu.
Reykjavíkurborg mun ekki miðla persónuupplýsingum þínum til annarra aðila nema borginni sé slíkt skylt á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar. Þá mun borgin ekki miðla persónuupplýsingum þínum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli sérstakrar heimildar þar um og án þess að upplýsa þig um slíkt.
Þú kannt að eiga rétt til þess að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Reykjavíkurborg vinnur með í tengslum við umsókn þína. Þá kannt þú að hafa rétt til að andmæla vinnslunni, fá upplýsingarnar leiðréttar, krefjast þess að þeim verði eytt, að vinnslan verði takmörkuð og/eða að þú eða þriðji aðili fáir upplýsingar afhentar á tölvulesanlegu formi. Nánari upplýsingar um þessi réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar sem aðgengileg er hér.
Sérstök athygli er vakin á því að sért þú ósátt/ur við meðferð Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum þínum getur þú ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar eða sent erindi til Persónuverndar.
Með þátttöku í viðburði, dagskrá, sýningum og öðru starfi á vegum Hins Hússins veitir þátttakandi samþykki sitt fyrir því að Hitt Húsið megi nota myndefni frá viðkomandi í kynningarefni fyrir Hitt Húsið sem og til myndbirtingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Sama á við um almennar gestakomur í Hitt Húsið eða áhorf á viðburði á þess vegum.
Myndefnið verður ekki til annarra nota en þeirra sem greint hefur verið frá hér að framan.
Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar koma upp varðandi notkun myndefnisins er hægt að hafa samband við Forstöðumann Hins Hússins.