Jafningjafræðslan og hópastarf
Almenn ráðgjöf – Jafningjafræðslan – Hópastarf
Almenn ráðgjöf – Jafningjafræðslan – Hópastarf
Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki á aldrinum 16-20 ára sem fer og ræðir við annað ungt fólk um sjálfsmyndina og lífið almennt. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir.
Jafningjafræðarar eru ráðnir til starfa á vorin og fá þeir í upphafi mikla fræðslu frá fagaðilum um þau málefni sem endurspegla ungmennamenningu hvers tíma. Ásamt því eru fræðarar þjálfaðir í raddbeitingu, framkomu og hvernig gott er að vinna með hópa og einstaklinga innan þeirra. Á undirbúningsnámskeiði Jafningjafræðslu Hins Hússins er meðal annars lögð mikil áhersla á almenna lýðheilsu, styrkingu sjálfsmyndar, fræðslu um neyslu áfengis-, tóbaks- og vímuefna, samskipti kynjanna, kynlíf, kynheilbrigði, líkamsvitund og virðingu, klám, réttindi ungs fólks, fíkn, geðheilsu og einelti og fleira.
Jafningjafræðslan starfar allt árið um kring og heimsækir hún félagsmiðstöðvar, grunn-, framhalds- og vinnuskóla með sérstaka fræðsludagskrá sem miðar að því að fræða önnur ungmenni um margvísleg málefni, svara spurningum og brjóta daginn upp með skemmtilegum og fræðandi hópeflisleikjum. Lögð er áhersla á gildi góðrar sjálfsmyndar, heilbrigðan lífsstíl, ókosti vímuefnaneyslu og samskipti í raunheimum og á netmiðlum.
Jafningjafræðslan á Facebook: https://www.facebook.com/jafningjafraedslan/
Hitt Húsið heldur úti hópastarfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið er hugsað fyrir öll ungmenni sem vilja kynnast öðrum ungmennum og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.
Markmið starfsins er að reyna að hjálpa einstaklingum að komast út úr þeim vítahring sem félagsleg einangrun getur haft í för með sér. Við gerum það með fjölbreyttri þjálfun í félagslegum samskiptum, með því að skemmta okkur saman og byggja upp innri vináttutengsl við hvert annað. Hópastarfið er því fyrst og fremst á léttum og jákvæðum nótum en slíkt starf hefur gefið jákvæða reynslu bæði hér heima og víðar.
Hópurinn hittist vikulega í Hinu Húsinu og starfsemin fer bæði fram innan- og utanhúss. Dagskráin er skipulögð af starfsmönnum okkar í samstarfi við ungmennin í hópnum. Hópstjórar hafa bæði mikla reynslu og þekkingu á því að starfa með ungu fólki.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við okkur í síma: 411-5500
Hægt er að sækja um þáttöku í hópastarfinu hér: Umsókn fyrir vinfús
Geðheilsa
Samtök um mál tengd geðheilsu og sinna fjölskyldu og einstaklingsráðgjöf að kostnaðarlausu ásamt fræðslu
www.gedhjalp.is
570-1700
gedhjalp@gedhjalp.is
Sérhæfð sálfræðiþjónusta fyrir börn og ungmenni með kvíða, þunglyndi og annan tilfinningavanda
www.litlakms.is
S: 571-6110
litlakms@litlakms.is
Veitir börnum með geð- og þroskaraskanir meðferð og allskyns þjónustu. Opin allan sólahringinn
https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/barna-og-unglingageddeild-bugl/
S: 543-4300
Samtök sem berjast fyrir bættum hag fólks með ADHD á Íslandi. Bjóða upp á fræðslu fyrir fullorðna og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni en á heimasíðu þeirra má finna allskyns fræðsluefni
www.adhd.is
adhd@adhd.is
S: 581-1110
Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinna meðferð barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra og fullorðinna 18 ára og eldri. Læknar heilsugæslunnar vísa til sálfræðinga innan stöðvar, þannig að fyrsta skrefið er að bóka tíma hjá heimilislækni.
https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/salfraedithjonusta/
Átraskanir
Átröskunarteymið er sérhæft teymi göngudeildar sem hefur fyrstu aðkomu að málum þar sem líklegt er að um átröskun sé að ræða hjá barni eða unglingi
s: 543-1000
atroskun@landspitali.is
Veitir börnum með geð- og þroskaraskanir meðferð og allskyns þjónustu. Opin allan sólahringinn
S: 543-4300
Meðferðar og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana
matarfikn.is
S: 568-3868
Kynhneigð og kynvitund
Hagsmunasamband trans fólks á Íslandi. Stendur fyrir reglulegum hittingum og vinnur með Samtökunum ’78 til að bjóða upp á ráðgjöf og stuðning
S: 552-7878
Hagsmunasamtök hinsegin fólks. Gefur ráð og leiðbeiningar til hinsegin fólks og aðstandenda þeirra ásamt fræðslu um hinseginleika til almennings
www.samtokin78.is
S:552-7878
skristofa@samtokin78.is
Félagið er fyrir alla þá sem láta sér málefni hinsegin fólks varða. Félaginu er ætlað að vera óþvingaður vettvangur til að hitta og kynnast fólki á sama reki. Félagið stendur fyrir allskyns hittingum
Kynlíf/kynfræðsla
Kynfræðslufélag læknanema. Gefur upplýsingar og fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði og fleira. Bíður upp á nafnlausar spurningar
www.astradur.is
leyndo@astradur.is
astradur@astradur.is
Kynsjúkdómar
Hægt er að panta tíma til þess að fá upplýsingar, ráðgjöf, skoðun og meðferð vegna kynsjúkdóma hjá læknum heilsugæslustöðva
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum
S: 543-6050
Á A3 er hægt að fá HIV-, lifrarbólgu B og C próf með því að panta tíma alla virka daga milli kl. 8:00-16:00
S: 543-6040
Félagstengt
Stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum sem aðstoða ungt fólk við að byggja upp sjálfstraust og sjálfsmynd svo að þeim líði vel og séu í sátt við sjálfa sig og aðra+
www.kvan.is
S: 519-3040
kvan@kvan.is
Vinfús er hópastarf fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára í Hinu Húsinu. Starfið er hugsað fyrir alla einstaklinga sem vilja kynnast nýju fólki og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum
hitthusid.is/umsokn-vinfus/
S: 411-5522
jafningi@reykjavik.is
Þjónustar ungt fólk upp að 25 ára aldri og gefur ráðgjöf. Fjölbreytt þjónusta og fræðsla um málefni ungs fólks að kostnaðarlausu
www.bergid.is
S: 571-5580
bergid@bergid.is
Ofbeldi
Aðstoð og þjónusta, læknisskoðun, ráðgjöf og stuðningur neyðarmóttunnar fyrir fólk sem beitt hefur verið kynferðislegu ofbeldi. Þjónustan er kostnaðarlaus, nafnlaus og opin allan sólarhringinn
neydarmottaka@landspitali.is
S: 543-2094
Álaland 6, Reykjavík
Neyðarathvarf fyrir konur og börn sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning og er opið allan sólarhringinn
www.kvennaathvarf.is
S: 561-1205
kvennaathvarf@kvennaathvarf.is
www.stigamot.is
S: 562-6868
stigamot@stigamot.is
Laugavegur 170, 105 Reykjavík
Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur er um að hafi sætt ofbeldi eða kynferðislegri áreitni og er rekið af barnaverndarstofu
www.bvs.is
S: 530-2600
bvs@bvs.is
Hluti af alþjóðasamtökunum Save the children. Bjóða upp á ráðgjöf varðandi einelti, ofbeldi og önnur mál
www.barnaheill.is
S: 553-5900
barnaheill@barnaheill.is
Hægt er að fá ráðgjöf í síma eða tilkynna barn. Utan þjónustutíma er alltaf hægt að tilkynna í neyðarsíma almannavarna, 112
https://reykjavik.is/thjonusta/barnavernd-reykjavikur-0
S: 411-9200
barnavernd@reykjavik.is
Neyðarsími almannavarna
S: 112
Vímuefna- og áfengisvandi
Aðstoð, fræðsla og forvarnir vímuefnavanda
www.saa.is
S:530-7600
saa@saa.is
AA samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt
https://aa.is
S: 551 2010
aa@aa.is
Sér um fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda
www.foreldrahus.is
S: 511-6160
foreldrahus@foreldrahus.is
Allskonar
Hjálparsími Rauða Krossins. Ráðgjöf og aðstoð í gegnum síma við ýmis vandamál, stór og smá. Nafnleynd, trúnaður og ókeypis. Einnig er í boði netspjall
www.1717.is
S: 1717
central@redcross.is
Alfræðiorðabók ungs fólks á netinu og svör við ýmsum spurningum sem notendur hafa sent inn
Úrræðaleitarvél Eins Lífs bíður upp á aðstoð við leit á úrræðum ásamt því sem þau standa fyrir fræðslu- og forvarnarverkefnum tengdum málefnum fíkniefna vanda
Alþýðusamband Íslands, ásamt aðildarsamtökum sínum, stendur að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Einnig er hægt að senda ábendingar eða spurningar
asi@asi.is
Mánudaga – Föstudaga
09:00 – 20:00
Helgar: Lokað
Reykjavíkurborg er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar þínar til að leggja mat á umsókn. Í samræmi við lagaskyldu varðveitir borgin þessar upplýsingar ótímabundið.
Persónuupplýsingar þínar eru geymdar ótímabundið á grundvelli lagaskyldu er hvílir á Reykjavíkurborg. Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með til varðveislu.
Reykjavíkurborg gætir öryggis persónaupplýsinga með viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum, þ.á m. aðgangsstýringum og dulkóðun. Allt það starfsfólk sem kemur að vinnslu persónuupplýsinga umsækjanda er bundið þagnarskyldu.
Reykjavíkurborg nýtir sér aðstoð þriðja aðila við að hýsa þær persónuupplýsingar sem unnið er með í tengslum við umsóknir. Það sama kann að eiga við um annars konar upplýsingatækniþjónustu. Slíkir aðilar kunna því að hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum, en öll aðkoma þeirra að upplýsingunum byggir á skriflegum samningi við Reykjavíkurborg þar sem öryggi upplýsinganna og trúnaður er tryggður.
Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með í tengslum við umsóknir til varðveislu.
Reykjavíkurborg mun ekki miðla persónuupplýsingum þínum til annarra aðila nema borginni sé slíkt skylt á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar. Þá mun borgin ekki miðla persónuupplýsingum þínum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli sérstakrar heimildar þar um og án þess að upplýsa þig um slíkt.
Þú kannt að eiga rétt til þess að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Reykjavíkurborg vinnur með í tengslum við umsókn þína. Þá kannt þú að hafa rétt til að andmæla vinnslunni, fá upplýsingarnar leiðréttar, krefjast þess að þeim verði eytt, að vinnslan verði takmörkuð og/eða að þú eða þriðji aðili fáir upplýsingar afhentar á tölvulesanlegu formi. Nánari upplýsingar um þessi réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar sem aðgengileg er hér.
Sérstök athygli er vakin á því að sért þú ósátt/ur við meðferð Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum þínum getur þú ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar eða sent erindi til Persónuverndar.
Með þátttöku í viðburði, dagskrá, sýningum og öðru starfi á vegum Hins Hússins veitir þátttakandi samþykki sitt fyrir því að Hitt Húsið megi nota myndefni frá viðkomandi í kynningarefni fyrir Hitt Húsið sem og til myndbirtingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Sama á við um almennar gestakomur í Hitt Húsið eða áhorf á viðburði á þess vegum.
Myndefnið verður ekki til annarra nota en þeirra sem greint hefur verið frá hér að framan.
Ef einhverjar athugasemdir eða spurningar koma upp varðandi notkun myndefnisins er hægt að hafa samband við Forstöðumann Hins Hússins.