Styrkur og vellíðan er virkni og heilsu námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16-19 ára. Námskeiðið er á vegum Hins Hússins og Yama heilsurækt, en hist verður 2x í viku í Yama heilsurækt þar sem hópurinn æfir undir handleiðslu reynslumikils þjálfara og lögð er áhersla á að kynna þátttakendum fyrir líkamsrækt og heilbrigðum lífstíl. Síðan hittist hópurinn í Hinu Húsinu 1x í viku þar sem fengnir verða m.a. fyrirlesarar og verður lögð áhersla á sjálfseflingu og jákvæðrar sjálfsmyndar. Námskeiðið er þátttakendum þeim að kostnaðarlausu.
Við stefnum á að fara með næsta námskeið í loftið haustið 2023, en það veltur á því hvaða styrki verkefnið fær. Nánari upplýsingar veitir Berglind Rún verkefnastjóri Hins Hússins í síma 695-5107.