Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Þar fá skáldskapur og myndsköpun að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er höfð í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á viðburðum Unglistar!

Dagskrá

06.11. – 20.11. 2021

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

Laugardagur 6. nóvember

Borgarleikhúsið, stóra svið @ 14:00                                                     

DANSAÐU EINS OG ALLIR SÉU AÐ HORFA

Eftir að hafa dansað inn í stofu, eldhúsi og svefnherberginu getum við loks dansað á sviði! Dansskólar og sjálfstæðir danshópar Reykjavíkur sýna afrakstur vinnu sinnar á stóra sviðinu eftir langa bið. Fjölbreyttir dansstílar munu líta dagsins ljós, m.a. ballett, nútímadans og street dans. Loksins er hægt að dansa eins og allir séu að horfa!

Hafnarhús/Listasafn Reykjavíkur @15:00                                                   

 Í MINNUM MÍNUM

Listaverk, sem samanstendur af sögum, tónlist og myndbandagerð. Verkið verður sýnt í litlum kofum í fjölnotasal Hafnarhússins. Verkið var unnið af listamönnunum Tryggva Kolviði Sigtryggssyni og Tjörva Gissurarsyni síðastliðið sumar á vegum Listhópa Hins Hússins. Sýningin stendur fram til 14/11

Sunnudagur 7. nóvember

Gallerí Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 16:00-18:00                         

SAMTAL VIÐ NÁTTÚRUNA

Nemendur í skúlptúráfanga FB sýna afrakstur nálgunar sinnar við náttúruna, Landartverk. Verkin vinna þau í nærumhverfi skólans og teygja verkin sig út í jaðarsvæði Breiðholts. Sýningin stendur fram til 30./11.

Dómkirkjan @ 20:00                                                                           

LEGGÐU VIÐ HLUSTIR – KLASSÍSKT TÓNAFLÓР 

Nemendur frá tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins munu taka á móti þér með ljúfum tónum og leiða þig inn í heima sígildrar tónlistar.

Mánudagur 8. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 20:00                                           

UNGLIST ÁN LANDAMÆRA

Danspartý og open mic.

Miðvikudagur 10. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 17:00-20:00                                     

STREET DANCE EINVÍGIÐ

Opin ‘battles’ fyrir 16 ára+ street dansara á framhaldsstigi, frábær tónlist og opið dansgólf fyrir alla áhugasama undir handleiðslu DJ Stew frá París/Osló. Öll velkomin að horfa, öll velkomin að taka þátt.

Fimmtudagur 11. nóvember

Tjarnarbíó @ 17:00                                                                               

PLAKAT UNGLISTAR

Sýning á feikifínum og fjölbreyttum tillögum að plakati Unglistar sem nemendur á 1. ári í Grafískri hönnun við LHÍ útfærðu í vor. Sýningin stendur til 27./11.

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 20:00                                           

RAFSTUÐ

Þátttakendur á raftónlistarnámskeiði Hins Hússins sýna verk sín og taka þátt í samtali um tónlistarsköpun og tækni. Í kjölfarið verður fyrirlestur þar sem flott tónlistarfólk flytur fyrir okkur tónlist og leyfir okkur að skyggnast bak við tjöldin í sinni sköpun.

Föstudagur 12. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 20:00                                                     

UNG & KVIK & KHF

Sýndar verða verðlaunamyndir frá Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna – KHF 2021.

Laugardagur 13. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegi 7 @ 20:00                                                       

TÍSKUSÝNING UNGLISTAR

Ungir og efnilegir fatahönnuðir á fata- og textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og í fataiðn Tækniskólans bjóða ykkur velkomin á tískusýningu Unglistar. Eftir sýninguna verður hægt að skoða hugmyndavinnu og spjalla við hönnuðina um ferlið.

Laugardagur 19. nóvember

Borgarleikhús, litla svið @ 20:00                                                         

LEIKTU BETUR

Framhaldsskólar landsins keppa til sigurs í spunaleik í „Leiktu Betur” 2021.

Sunnudagur 20 & 21. nóvember

Borgarleikhús, litla svið @ 20:00                                                                 

UNGLEIKUR: LEIKHÚS LIFNAR VIÐ AÐ NÝJU

Ungleikur í samstarfi við Unglist býður ykkur öll velkomin í leikhúsveislu þar sem ungskáld og leikarar stíga á stokk á litla sviðinu og glæða það lífi með verkum sínum. Sérstakur forleikur hefst á sviðinu 15 mínútum áður en formleg dagskrá hefst.

________________________
Unglist, listahátíð ungs fólks, er nú haldin í 30. sinn og hefur hátíðin haft það að markmiði að hefja menningu ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar. Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni.
Unglist er hátíð þar sem fjölbreytileikinn þrífst eins og illgresi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Markmið Unglistar eru:
-Að endurspegla menningu ungs fólks.
-Að veita ungu fólki tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri.
-Að efla ungt fólk til frumkvæðis og sköpunar, með áherslu á virka og lýðræðislega þátttöku, reynslunám og áhrif á sviði menninga og lista.
-Að skapa ungu fólki vettvang fyrir framkvæmd viðburða-frá hugmynd til framkvæmdar.
-Að veita samfélaginu auðveldan aðgang að listsköpun ungs fólk.
Unglistin hefur allt frá upphafi verið haldin af Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks