Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Þar fá skáldskapur og myndsköpun að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er höfð í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á viðburðum Unglistar!

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS
04.11. – 11.11. 2023
Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!

Laugardagur 4. nóvember
I) Hitt Húsið, Norðursalur, Rafstöðvarvegur 7 @15:00 – 18:00
AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE
Grasrótin í íslensku tónlistarsenunni tekur yfir sviðið. Hljómsveitir sem spila á tónleikunum eru sigursveit Músíktilraunanna 2023 Fókus ásamt BKPM, Emmu, Gunna Karls, Juno Paul, Nuclear Nathan, STNY og Moonloops gestasveit frá Hollandi.

II) Hitt Húsið, Gallerí @15:00 – 17:00
GILDI – SÝNINGAROPNUN
Útskriftarnemendur af myndlistarbraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti sýna verk sem þau hafa unnið að á þessari önn. Sýningin stendur fram til 4. desember. Opið virka daga frá kl.9:00 -22:00.
Þátttakendur: Erik Vikar Diez Róbertsson, Hanna Lára Vilhjálmsdóttir, Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir, Margrét Ylfa Arnórsdóttir, Torfi Sveinn Ásgeirsson.

III) Gallerí Núllið, Bankastræti 0 @14:00 – 18:00
PLAKAT UNGLISTAR – SÝNINGAROPNUN
Sýning á feikifínum og fjölbreyttum tillögum að plakati Unglistar sem nemendur á 1. ári í Grafískri hönnun við LHÍ útfærðu í vor. Sýningin stendur yfir 4. og 5. nóvember.

IIII) Árbæjarsafn, Líkn @13:00 – 17:00
ANDINN OG EFNIÐ SKISSAÐ Í SAFNI
Nemendur á listabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti fanga anda safnsins og nota sem uppsprettu hugmynda og æfingu fyrir tímalaus listaverk. Afraksturinn verður til sýnis í Líkn húsinu til
12. nóvember. Opið er á opnunartíma safnsins.

Sunnudagur 5. nóvember
Harpa, Kaldalón @15:00
KLASSÍK UM STUND
Nemendur úr tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins flytja ykkur fagra klassíska tóna á einstökum tónleikum.
https://tix.is/is/event/16350/klassik-a-unglist/

II) Árbæjarsafn @15:00 – 20:00
LARP-IÐ MIDNIGHT SUN
Midnight Sun LARP-hópirinn hellir sér í heim hins forna. Í kvikspuna er skapað skemmtilegt umhverfi með ævintýraívafi þar sem þátttakendur skella sér í ákveðin hlutverk.
Notað er Vampire the Masquerade kerfið þar sem spilendur leika allskyns vampírur sem þrífast á dimmum vetrarkvöldum. Ath. að LARP-ið er aðeins fyrir 18+. Viðburður aðeins opin skráðum meðlimum, en ef áhugi er fyrir hendi má hafa samband við midnightsunlarp@gmail.com.

III) Sundhöll Reykjavíkur @20:00
KÓR & KLÓR
Kammerkórinn Huldur yljar sundgestum með ljúfum kvöldsöng.
Mánudagur 6. nóvember
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 @20:00
LEIKTU BETUR
Framhaldsskólar landsins keppa í æsispennandi leikhússporti fyrir framan áhorfendur. Gleði, spenna og óvæntar uppákomur í spuna þar sem ekkert er búið að ákveða fyrirfram!
https://fb.me/e/R7LOkIAb

Þriðjudagur 7. nóvember
Tjarnarbíó, Tjarnargata 12 @20:00
UNGLEIKUR
Ungleikur í samstarfi við Unglist býður ykkur öll velkomin í leikhúsveislu þar sem ungskáld og leikarar taka yfir sviðið og glæða það lífi með verkum sínum.
https://www.facebook.com/events/202403842887010
https://tix.is/is/event/16508/ungleikur-2023/

Miðvikudagur 8. nóvember
Árbæjarsafn, Kornhús @19:30-21:30
PRJÓNAKLÚBBUR OG GARNBÝTTI
Berglind og Thelma, frá Ungum Prjónum, bjóða í huggulegan prjónahitting og verða þátttakendum innan handar og reiðubúnar til aðstoðar við prjónaskapinn. Á staðnum verður einnig garn-skiptimarkaður, þar sem öllum er frjálst að taka sér garn og/eða skilja eftir garn.

Fimmtudagur 9. nóvember
Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @20:00
Q FÉLAGIÐ & POPP & KÓK
Q – félag hinsegin stúdenta verður með hinsegin kvikmyndakvöld. Myndin sem verður tekin fyrir er Velvet Goldmine, hinsegin glysrokkmynd frá 1998. 🍿🍿🍿🥤🥤🥤 Popp, kók og live chat! https://fb.me/e/32gveBngr

Föstudagur 10. nóvember
Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @20:00
SIRKUS KARNIVAL
Sirkus Karnival kynnir sýninguna GLAMÚR. Sýningin er í anda 1920 áratugarins og fagnar fjölbreytileika og kvenlegu eðli.

Laugardagur 11. nóvember
I)Borgarleikhúsið, stóra svið @14:00
MÖGULEIKAR DANSINS
Fjölbreytt dansatriði frá fjölmörgum dansskólum. Á sýningunni sameina nemendur krafta sína og bjóða upp á meiriháttar dansveislu með ýmsum dansstílum. Möguleikar dansins eru endalausir.
https://facebook.com/events/s/danssyning-unglistar/337382935611576/
https://tix.is/is/event/16440/moguleikar-dansins-unglist/

II)Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7@20:00. Húsið opnar 19:30
MÓÐIR JÖRÐ, TÍSKUSÝNING
Ungir og efnilegir fatahönnuðir á fata- og textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti, fata- og textílsviði Fjölbrautaskólans í Garðabæ og í fataiðn Tækniskólans bjóða ykkur velkomin á tískusýningu Unglistar. Á sýningunni má sjá sköpun ungs fólks sem gefur gömlum fötum nýtt líf, vinnur úr náttúrulegum efnum og/eða hefur fengið innblástur hönnunar sinnar úr litum náttúrunnar. Eftir sýninguna verður hægt að skoða hugmyndavinnu og spjalla við hönnuðina um ferlið.