Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Þar fá skáldskapur og myndsköpun að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er höfð í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á viðburðum Unglistar!

DAGSKRÁ – ÍSLENSKA

UNGLIST – LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS

02.11. – 20.11. 2022

Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á ókeypis viðburðum Unglistar!


Miðvikudagur 2. nóvember

Borgarleikhúsið, stóra svið @20:00

DANSARAR FRAMTÍÐARINNAR

Efnilegir dansarar frá fjölmörgum dansskólum og hópum munu koma fram. Fjölbreytt atriði og margskonar dansstílar verða sýndir meðal annars nútímadans, ballett og hiphop. Heiðursgestir frá Íslenska Dansflokknum.


Laugardagur 5. nóvember

         I) Hitt Húsið, Norðursalur, Rafstöðvarvegi 7 @15:00 – 17:20

AIRWAVES Á KANTINUM – OFF VENUE

Grasrótin í íslensku tónlistarsenunni tekur yfir sviðið. Hjómsveitir sem spila á tónleikunum: Sameheads, Ókindarhjarta, Sóðaskapur, Gunni Karls, Johnny Blaze & Hakki Brakes.

        II) Hitt Húsið, Gallerí @15:00 – 17:00

MÁLVERKASÝNING FB

Tíu nemendur af Listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna sín fyrstu málverk. Málverkin eru máluð með akríllitum á karton í áfanga sem er með megin áherslu á myndbyggingu og teikningu.

Sýningin stendur fram til 5. desember.


Sunnudagur 6. nóvember

        I) Tjarnarbíó @13:00

LEIKTU BETUR

Framhaldsskólar landsins keppa í æsispennandi leikhússporti fyrir framan áhorfendur. Gleði, spenna og óvæntar uppákomur í spuna þar sem ekkert er búið að ákveða fyrirfram!

      II) Kaldalón; Harpa @15:00

KLASSÍK UM STUND

Nemendur úr tónlistarskólum höfuðborgarsvæðisins flytja ykkur fagra klassíska tóna á einstökum tónleikum.


Miðvikudagur 9. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @16:00 – 18:00

UNGLIST ÁN LANDAMÆRA

Unglist í samstarfi við List án landamæra verður með fjölbreyttar og skemmtilegar listsmiðjur með leiðbeinendum sem henta fyrir öll. Í boði verður leikspuni, leikið með liti og málað á striga, og aðstoðað við upptöku á tónlist og hljóðum. Í lokin verður síðan allsherjar Danspartý þar sem góð tónlist mun óma.


Fimmtudagur 10. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @19:00 – 22:00

DANSEINVÍGI BRYNJU PÉTURS

Eini dansviðburður sinnar tegundar á Íslandi þar sem dansarar á framhaldsstigi í hinum ýmsu stílum undir regnhlífarhugtakinu Street dans, battla til sigurs.


Föstudagur 11. nóvember

      I) Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @ 18:00

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

INGI verður með útgáfutónleika og mun spila nýju plötu sína “A CALLOUT FOR HELP” sem hefur verið i vinnslu síðan 2020 með lögum frá 2017. VÆB mun vera með DJ sett til að hita upp stemminguna. Platan er uppfull af ást og ástarsorg í öllum stílum.

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @ 20:00

    II) POPP & KÓK & KHF

Fjöldi stuttmynda var frumsýndur á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna síðastliðið vor. Það voru ríflega 20 myndir sem tóku þátt í keppninni gerðar af nær jafn mörgum höfundum og samstarfsfólki þeirra. Komið og sjáið brot af því besta.


Laugardagur 12. nóvember

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @ 16:00 & 20:00

TÍSKUSÝNING – VETRARFROST

Tískusýning hjá Fata – og textílbraut Fjölbrautaskóla Breiðholts og Fataiðn Tækniskólans.


Föstudagur 18. nóvember

Listaháskólinn Þverholti 11@16:00 – 19:00

Sýningaropnun: MISBRIGÐI VIII

Samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins og fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Gestum gefst tækifæri á að kynna sér verkefni nemenda og það ferli sem liggur að baki. Um leið er athygli vakin á því mikilvæga starfi sem Fatasöfnun Rauða Krossins vinnur, hvað við getum gert til að sporna við gegndarlausri sóun og vonandi fá einhverjir góðar hugmyndir til endurnýtingar. Sýningin verður einnig opin laugardag og sunnudag frá kl.13:00 – 17:00.


AÐGANGUR ÓKEYPIS – NÁNARI UPPLÝSINGAR Á

UNGLIST.IS  – FACEBOOK.COM/UNGLIST

PROGRAM – ENGLISH

UNGLIST – THE YOUNG ARTS FESTIVAL

02.11. – 20.11. 2022

The Young Arts Festival is a platform for young aspiring artists. Join the adventure and come to see the amazing free events!


Wednesday, 2nd November

Borgarleikhúsið, Big Stage @8pm

DANCERS OF THE FUTURE

Promising dancers from various dance schools and groups will perform on the big stage.

A variety of scenes and dance styles will be shown, including modern dance, ballet and hip-hop. Guests of honor are; The Iceland Dance Company.


Saturday, 5th of November

  1. I) Hitt Húsið, Norðursalur, Rafstöðvarvegur 7 @15:00 – 17:00

ON THE EDGE OF AIRWAVES – OFF VENUE

The grassroots of the Icelandic music scene takes over the stage. Bands playing at the concert: Sameheads, Ókindarhjarta, Sóðskapur, & Gunni Karls.

  1. II) Hitt Húsið, Gallery @15:00 – 17:00

ART EXHIBITION OPENING BY STUDENTS OF FB

Ten students from the Art Study Program of the High School in Breiðholt show their paintings. The paintings are made with acrylic colors on cardboard and mainly focuses on image structure and drawing. The exhibition will stay up until the 5th of December.


Sunday, November 6

  1. I) Tjarnarbíó @13:00

THE HIGHSCHOOLS THEATRE SPORTS COMPETITION

Iceland’s annual exciting theater sports competition. Joy, excitement and unexpected events in an afternoon of improvisation where nothing has been decided!

  1. II) Kaldalón; Harpa a @15:00

AN INSTANT CLASSIC

Students from the capital’s music schools will perform beautiful classical tunes in a unique concert.


Wednesday, 9th of November

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @16:00 – 18:00

YOUTH ART WITHOUT BORDERS

Unglist in collaboration with List án landamæra will have art workshops with instructors, we invite everyone to come and join. There will be improvisation, painting and an open studio for recording music. After the workshops there will be a dance party with some good music.


Thursday, 10th of November

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @19:00 – 22:00

BRYNJA PÉTUR’S DANCE BATTLE

The only dance event of its kind in Iceland, where dancers of an advanced level  of various styles under the umbrella term Street dance, battle for victory.


Friday 11th of November

  1. I) Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @ 18:00

ALBUM RELEASE CONCERT

INGI will have an album release concert where he will play his new album “A CALLOUT FOR HELP”, which has been in the works since 2020 with songs from 2017. VÆB will have a warm up DJ set. The album is filled with love and heartbreak in all styles.

  1. II) Hitt Húsið @ 20:00

POPCORN & COKE & KHF

A screening of a number of the short films that premiered at the High School Film Festival last spring. There were more than 20 shorts that took part in the competition, made by almost as many authors and their colleagues. Let’s have a movie night!


Saturday, 12th of November

Hitt Húsið, Rafstöðvarvegur 7 @ 16:00 & 20:00

FASHION SHOW – WINTER FROST

The annual fashion show by students of Breiðholts High schools Fashion and Textile Program and the Fashion department of the Technology High School.


Friday, 18th of November

The Iceland University of the Arts in Þverholt 11 @16:00 – 19:00

Exhibition opening: MISCONDUCT VIII

A joint project of the Red Cross Clothing Collection and the Fashion Design course at the Iceland University of the Arts. The exhibition is meant to draw attention to the work that the Red Cross Clothing Collection does to prevent waste. Hopefully, some good ideas for reuse can be obtained from the students’ work. The exhibition will be open Saturday and Sunday from 13:00 – 17:00.


FREEE ENTRY – FOR MORE INFORMATION VISIT:

HITTHUSID.IS/UNGLIST   

FACEBOOK.COM/UNGLIST

 ________________________

Unglist, listahátíð ungs fólks, er nú haldin í 31. sinn og hefur hátíðin haft það að markmiði að hefja menningu ungs fólks á Íslandi til vegs og virðingar. Dansinn dunar, hljóðfæri eru þanin, leikarar etja kappi í spuna, fyrirsætur spranga um tískupalla og óheft myndsköpun og skáldskapur eiga sinn fasta sess á hátíðinni.
Unglist er hátíð þar sem fjölbreytileikinn þrífst eins og illgresi og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Markmið Unglistar eru:
-Að endurspegla menningu ungs fólks.
-Að veita ungu fólki tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri.
-Að efla ungt fólk til frumkvæðis og sköpunar, með áherslu á virka og lýðræðislega þátttöku, reynslunám og áhrif á sviði menninga og lista.
-Að skapa ungu fólki vettvang fyrir framkvæmd viðburða-frá hugmynd til framkvæmdar.
-Að veita samfélaginu auðveldan aðgang að listsköpun ungs fólk.
Unglistin hefur allt frá upphafi verið haldin af Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks