Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt og upprennandi listafólk. Þar fá skáldskapur og myndsköpun að flæða frjálst í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er höfð í öndvegi. Unglist er hátíð nýrra strauma og fjölbreytileika. Taktu þátt í ævintýrinu þér að kostnaðarlausu og njóttu töfra listarinnar á viðburðum Unglistar!

Unglist 2019 verður haldin 28. október – 6. nóvember 2019

28. október

Borgaleikhúsið, Stóra svið

kl. 20.00

Sálir á Sviði

Efnilegustu upprennandi dansarar landsins stíga á svið og sýna fjölbreytt atriði. Sökktu þér í dansgleði framtíðarinnar. Missið ekki af danssýningu ársins!

29. október

Hitt Húsið

kl. 11.00

Tölvur og listir

Ungir tölvulistamenn frá Myrkur Games koma og kynna sín listfög innan tölvuleikjagerðar. Þau sýna ferlið frá hugmynd að lokaútgáfu og hvernig heildarmynd tölvuleiks verður til.

30. október

Stúdentakjallarinn

kl. 20.00

Aðeins of Mikill Hlátur

Nýjir vel valdir skemmtikraftar með fötlun stíga sín fyrstu skref á sviði með uppistandi, söngatriðum og leikþáttum. Þetta er viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara.

31. október

Hitt Húsið

kl. 20.00

Ung & Kvikk

Sýning á stuttmyndum og verkum í vinnslu frá ungu kvikmyndagerðarfólki í góðri stemningu og með léttum veitingum. Fullkomið tækifæri til að skapa tengsl og hafa gaman.

1. nóvember

Sundhöll Reykjavíkur

kl. 19.00

Tæknilist & Raftónlist

Sýning á sjón- og tæknilist ungs listafólks. Bylgjur raftónlistar heyrast ofan í laug Sundhallarinnar á meðan bakkar laugarinnar skarta því nýjasta í sjón- og tæknilist. Meðal tæknilistamanna verða Anna Guðrún Torfadóttir, María Gudjohnsen, Arna Beth við töff tóna gugusa, Sideproject og Prince Fendi.

2. nóvember

Hitt Húsið

kl. 19.00

Tímaflækja

Nemendur á Fataiðnbraut og Hársnyrtibraut Tækniskólans og Fata- og Textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sameina krafta sína og halda hina árlegu tískusýningu Unglistar. Í ár er þemað “Tímaflakk’’ sem þátttakendur geta túlkað á sinn eigin skapandi hátt.

Á tískusýningu Unglistar gefst hönnuðum og öðrum nemendum tækifæri til að koma sér á framfæri og sýningin er alltaf hin glæsilegasta. EKKI láta þessa einstöku sýningu framhjá þér fara!

3. nóvember

Dómkirkjan

kl. 20.00

Ég syng fyrir sálina, hjartað og þig

Ungt tónlistarfólk mun leiða þig inn í leyndardóma sígildrar tónlistar með söng og hljóðfæraleik. Nemendur úr hinum ýmsu tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu fá tækifæri til að koma saman og skapa einstaka tónleika.

4. nóvember

Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið

kl. 20.00

Leiktu Betur

Alltaf að segja JÁ er fyrsta reglan í spuna! Má bjóða þér á bestu spunakeppni Íslands þar sem framhaldsskólar af öllu landinu mæta og leika sér saman? Ekkert fyrirfram ákveðið, allt búið til á staðnum. Missið ekki af þessari frábæru keppni þar sem hugfimir og tunguliprir þátttakendur keppa í spuna.

5. nóvember

Borgarleikhúsið, Nýja Sviðið

kl. 20.00

Ungleikur

Grasrót sviðslistasenu Íslands fær vettvang til að sýna í hvað þeim býr. Hvað brennur á ungum leikskáldum? Og hverjir eru tilvonandi stórleikarar?

6. nóvember

Hitt Húsið

kl. 17.00

Off Venue Iceland Airwaves á kantinum

Fjör í dalnum með því besta af allskonar böndum. Grasrót íslensks tónlistarlífs mun stíga á straummagnað svið Hins Hússins sem partur af Off Venue Airwaves. Ekki missa af frábæru tónleikum!

Frítt inn á alla viðbruði! Það þarf að panta miða inn á Ungleik og danssýninguna og hægt er að gera það inn á tix.is

____________

Unglist is a platform for young aspiring artists where fiction and creativity can flow, with music, dance, live theater and other events. Unglist is a celebration of new trends and the diversity of art. Join the adventure for free at the Unglist events 2019!


Program:
Monday, October 28th. 2019
20:00
DANCE SHOW @BORGARLEIKHUSID

31. október


Friday, November 1st. 2019
19:00
VISAL ARTS & ELECTRONIC MUSIC @SUNDHOLLIN


Saturday, November 2nd. 2019
19:00
FASHION SHOW @HITT HUSID


Sunday, November 3rd. 2019
20:00
HJARTAÐ & ÞIG | CLASSICAL MUSIC @DOMKIRKJAN


Wednesday, November 6th. 2019
17:00 – 19:00
OFF VENUE ICELAND AIRWAVES @HITT HUSID